LEIÐIR Í BOÐI

SÍÐUSTU FÆRSLUR

AGNES BARKAR

Eigandi

Eigandi

FRÍTÍMINN

Mín Leið Upp er samfélagsverkefni sem hefur það að markmiði að efla virkni einstaklinga í samfélaginu og auka lífsgæði þeirra með gildi tómstunda að leiðarljósi og raunhæfrar skipulagsfærni og forgangsröðunar. 

 

SAMAN ERUM VIÐ STERKARI

Mín Leið Upp er vettvangur sem vill vera hreyfiafl til góðra verka og stuðlar að samvinnu fumkvöðla, stjórnvalda, einstaklinga, sjálfboðaliða sem og samfélagsins í heild sinni til þess að finna leiðir saman til þess að hafa áhrif á samfélagið. 

 

ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT

Þetta er vettvangurinn þar sem við hvetjum hvort annað áfram og skorum á okkur sjálf að stíga út fyrir kassann og vaxa sem einstaklingar. 

 

RÁÐGJAFATEYMI

Hér getur þú nálgast þverfaglegt teymi ráðgjafa sem aðstoða þig við að taka fyrstu skrefin þér að kostnaðarlausu. 

 

HVER ER ÞÍN LEIÐ UPP?

Hver hefur sína sögu að segja. Mátturinn sem felst í því að deila sinni reynslusögu sem og að spegla sig í sögum annarra getur reynst mikill stuðningur og hvatning til þess að taka sjálfsvinnuna skrefinu lengra. Sjálfsvinna krefst hugrekkis og getur fyrsta skrefið oft reynst þyngra en tárum taki.

Með því að máta okkar eigin líðan og atferli inn í reynslusögur annarra fáum við tækifæri til að spegla okkur í ólíkum aðstæðum og þroska þannig sjálfskilning, viðhorf og ólík gildi. Speglun er ,,verkfæri” sem getur hjálpað okkur að sjá okkur í nýju og uppbyggilegu ljósi sem getur sáð fræjum sem mögulega komi til með að blómstra fyrr en ella. 

 

REYNSLUSÖGUR

Hér finnur þú fjölbreyttar og litríkar reynslusögur sem hafa borist Mín Leið Upp sem við vonum að veiti þér innblástur. Gefðu þér tækifæri til þess að spegla þig og taka næsta skref. 

Fanney Marín

Stofnandi og eigandi

Stofnandi og eigandi

SÉRSTAKAR ÞAKKIR

FANNEY - STJÖRNUSPEKI
SJÓSUND ERNU
DARIA.IS
LÍKAMI & BOOST
AGNES BARKAR
HOLISTIC HEALING

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir af viðburðum, fyrirlestrum og allskonar áhugaverðu efni frá okkur