Sidebar Fanney

by Fanney Marín Magnúsdóttir

Meira frá höfundi

Fanney Marín

Stofnandi "Mín leið upp"

Stofnandi "Mín leið upp"

Ég er 42 ára, móðir þeirra Perlu Sóleyar (2000), Pálma Rafns (2003) og Óskars Loga (2012). Síðastliðin 20 ár hef ég verið gift honum Ara mínum en í heildina höfum við verið saman í rúm 22 ár.

 

Í gegnum árin meðal vina og kunningja hef ég ósjaldan fengið að heyra það að ég sé svo hugmyndarrík, lausnarmiðuð og hvetjandi. Fyritæki hafa verið stofnuð, fólk hefur skellt sér í háskólanám, tekið af skarið og sótt um stöðuhækkun, sótt um draumastarfið, losnað úr fjármálavanda, svo eitthvað sé nefnt.

 

En á sama tíma og ég hef verið að peppa aðra áfram, með óbilandi trú á þeim, þá var ég logandi hrædd við að skoða mína drauma og hafði því miður ekki sömu trú á sjálfri mér.

 

Ég hlakka til þess að deila með ykkur allskonar reynslusögum sem hafa gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, sem er svo fullkomnlega ófullkomin, að innan sem utan. 

 

Gildi mín eru: Hvatning, heiðarleiki, seigla, traust. 

 

FYLGSTU MEÐ