Álit annarra

,,Álit einhvers annars á mér kemur mér ekkert við”. Ég ætla að endurtaka þetta einu sinni enn, lestu HÆGT… ,,álit annarra á mér kemur mér ekkert við“. Geggjuð setning! Ég meina það, held það hafi aldrei verið jafn mikilvægt fyrir mig persónulega og ákkurat núna að vera minnt á þetta. Fanney! ,,álit einhvers annars á þér kemur þér ekkert við“. Álit annarra voru nefnilega í svo mörg ár mér mikilvægari heldur en mitt eigið.
Ég deildi með ykkur um daginn minni persónulegri möntru, ég hef nú bætt við þessa setningu og hljómar mantran því svona:

„Ég er klár, sterk og hugrökk, ég veit ég er nóg – ég þarf ekki að skammast mín. Álit einhvers annars á mér kemur mér ekkert við.“

Árangursríkasta leiðin til þess að drepa sköpunargleðina hjá sjálfum sér er að byggja hana á áliti annarra og reyna að þróa verkið sitt eða hugmyndir út frá því.
Í fyrsta lagi þá er það algjör tímasóun, því tíminn sem fer í það að fara í 100 kaffibolla hingað og þangað í þeim tilgangi að reyna að sannfæra aðra um það að þetta sé góð hugmynd, tekur frá okkur dýrmætan tíma sem við gætum verið að nýta í verkefnin okkar.
Í öðru lagi þá er þetta uppskrift af því að skapa óreiðu í kringum verkið, því ef þú ætlar að reyna gera það ómögulega þ.e. að gera öllum til hæfis og ná til allra, þá eru miklar líkur á því að þetta verður allt að einni flækju sem endar ofan í skúffu.

Margir litlir sigrar á ,,minni leið upp“

Í gær sat ég í flugvél Icelandair, vélin heitir Magni tók ég eftir, ekki að það komi þessum pistli neitt að gagni, en ég var sem sagt á leiðinni heim til Íslands frá Bretlandi. Kvöldinu áður hafði ég undirbúið þessa flugferð nokkuð vel með því að downloada nokkrum hlaðvörpum frá Rachel Hollis, vá hún er svo frábær!
Ég uppgvötaði hana á Storytel fyrir nokkrum vikum , datt inn á bók þar sem heitir,,Þvoðu þér í framan kona“ og er Rachel Hollis höfundur hennar, mæli sterklega með þeirri bók, en hún opnaði augu mín fyrir svo mörgu, bæði atriðum sem ég þarf að skoða og bæta – tölum bara um það seinna.
En ég sé einnig að talsvert vatn hefur runnið til sjávar síðan ég hóf nám árið 2019 í tómstunda- og félagsmálafræði. Vel gert Fanney!

Stærsti sigur minn fram að þessu er sá að ég hef lært að hlusta og treysta innsæi mínu. Álit annarra er ekki það sem skilgreinir mig né hefur það úrslitaáhrif á mínar ákvarðanir, en á sama tíma er ég óhrædd við að fá lánaða dómgreind.

Að því sögðu kæri lesandi……

Vettvangur MLU byggist fyrst og fremst á samvinnu notanda, ólíkra fagaðila og áhugafólks um valdeflingu og bætt lífsgæði. Öll fræðsla, námsskeið og ráðgjöf á vegum MLU verða unnin og veitt af fagaðilum og verður meðlimum okkar að kostnaðarlausu.

Þrátt fyrir að MLU ævintýrið sé ný hafið þá hefur það nú þegar veitt mér dýrmæta reynslu í kjölfar þeirra tengsla sem nú þegar hafa myndast við meðlimi sem og annarra aðila sem tengjast MLU með einum eða öðrum hætti. Það hvetur mig til að halda ótrauð áfram.

Ég vil miðla til þín án þess að vera eitthvað að grátbiðja þig… en samt smá… En það er undir okkur öllum komið hversu langt þessi vettvangur kemst. Ef þú átt þér draum og veist ekki hvar þú átt að byrja eða ert komin vel af stað og ekki með á hreinu hver næstu skref eru, þá er líklegt að vettvangur eins og ,,Mín leið upp“ þar sem hvatning annarra reynslubolta og frí fræðsla og ráðgjöf, muni koma þér að góðum notum.
Hvort sem draumurinn er tengdur heilsu, frama, námi, uppeldi, meðgöngu, skipulagi, tómstundum og svo lengi mætti telja, þá er samvinnan á milli okkar algjört lykilatriði.

,,Saman erum við bæði betri og sterkari“ er tilvitnun sem felur í sér að einstaklingar með ólíka reynslu og hæfni sameinist í verki og njóti afraksturs þess saman. Þessi tilvitnun er lýsandi fyrir „Mín leið upp“.


Hlýjar kveðjur,
Fanney Marín https://www.youtube.com/watch?v=ES0UY_yB7O0&fbclid=IwAR0QiX1ndENlGIUGCFcWVEpTVL0GuY9gon6XZGoBIihqv47h2jUooO-QIpw

Þvoðu þér í framan kona – Storytel

Meira um sjálfsvinnu


Facebook


Instagram