AMERICAN DIRT

HVAR FÆST BÓKIN

Þetta ár hefur svo sannarlega flogið áfram og ég er ennþá að átta mig á því að það sé bara kominn apríl.

Nýr mánuður þýðir ný bók, en bókin sem varð fyrir valinu þennan mánuðinn er American Dirt eftir hana Jeanine Cummins. Bókin hefur hlotið marga góða dóma og sat hún lengi á öllum helstu metsölulistum. Þetta er ein magnaðasta bók sem ég hef lesið. Það er ótrúlegt hvernig Jeanine nær að grípa mann í þessari bók. 

American Dirt er mögnuð saga móður og sonar sem þurfa að flýja líf sitt í Acapulco og ferðast yfir landamæri Mexíco og til Bandaríkjana. Þetta er saga móður sem gerir allt til þess að koma syni sínum í öruggt skjól.

Þetta er saga Lydia og Luca en þetta er á sama tíma saga margra innflytjenda í Bandaríkjunum sem hafa þurft að fara sömu slóðir og þau. 

Þetta er bók sem ég mun aldrei gleyma. 

Perla Sóley

UM HÖFUNDINN

Jeanine Cummins

Jeanine Cummins

Jeanine Cummins er rithöfundur frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað fjórar bækur og er American Dirt sú nýjasta. 

A Rip in Heaven: A Memoir of Murder and Its Aftermath (2004)

The Outside Boy (2010)

The Crooked Branch (2013)

American Dirt (2020)


TED TALK

HVAR FÆST BÓKIN