Borghildur Ýr

ÁHERSLUR

Almenn ráðgjöf, upplýsingagjöf og stuðningur.

ÉG ER:

Hokin reynslu eins og maður segir. Er með BA próf í félagsráðgjöf frá háskólanum University Lillebælt í Danmörku.

Ég starfa sem sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun og felst starfið í almennri ráðgjöf fyrir atvinnuleytendur.

Ráðgjöfin er fjölþætt en hún felst m.a. í  upplýsingagjöf um náms og starfsval, veita almenna aðstoð við atvinnuleit eins og við gerð ferilskráar, kynningabréfs og áhugasviðsgreiningar, svo eitthvað sé nefnt. Einnig sinni ég ólíkum verkefnum sem við kemur styrkjum og þeim námstækifærum sem eru í boði hverju sinni fyrir      atvinnuleytendur.

Að „gefast aldrei upp“ er motto sem hefur hjálpað mér mjög mikið.

Árið sem ég varð 35 ára ákvað ég að fara í nám. Það var stór ákvörðun og krafðist mikillar útsjónarsemi og seiglu,  þar sem ég var einstæð móðir og búsett í Danmerku.

Eftir 12 ára búsetu í Danmörku  flytjum við sonur minn svo aftur heim til Íslands árið 2018.

MENNTUN: University Lillebælt í Óðinsvéum,

með BA í félagsráðgjöf.

GILDIN MÍN ERU: Heiðareiki, jákvæðni, virðing  og ekki gefast upp.