GAMAN AÐ SJÁ ÞIG HÉR!

HVAÐ ER MÍN LEIÐ UPP?

Mín Leið Upp er samfélagsvettvangur sem mótaður er af einstaklingum sem búa að persónulegri reynslu og fagmenntun sem hafa það að ástríðu að hjálpa fólki að vaxa og vinna í átt að draumum sínum.


Það gerum við meðal annars með því að birta reynslusögur fólks úr ólíkum áttum, veita fræðslu og þjónustu sem miða að valdeflingu og almennt bættum lífsgæðum einstaklinga 18 ára og eldri.

 

 Verkfærin okkar miða öll að því að við séum besta útgáfan af sjálfum okkur, sýnum okkur sjálfsmildi og hugrekki til þess að vinna markvisst í átt að draumum okkar.

 

Við hvetjum þig til að skoða þær reynslusögur sem birtar hafa verið nú þegar, gramsa í verkfærakistunni sem inniheldur verkfæri til sjálfseflingar og skipulags og er sífellt að stækka.

Síðast en ekki síst viljum við benda þér vefverslun Mín Leið Upp.

 

Samfélagið okkar stækkar ört og erum við ávallt tilbúin til þess að taka á móti sögum, ábendingum, því sem betur má fara og ekki síður ábendingum um það sem við gerum vel. 

Sjáumst vonandi sem oftast ! 

 

Hlýjar kveðjur,
Agnes Barkar og Fanney Marín

Sendu okkur skilaboð!

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir af viðburðum, fyrirlestrum og allskonar áhugaverðu efni frá okkur