by Fanney Marín Magnúsdóttir

Ég hef tekið að mér að hafa yfirumsjón með ráðgjafateyminu, það þýðir að ef þig langar að setja inn pistil, hvort heldur sem er einn stakan eða oftar, jafnvel gerast reglegur pistahöfundur hjá MLU getur þú haft samband við mig og ég hjálpa á allan þann hátt sem ég get.

Og langi þig til þess að vera hluti af ráðgjafateymi MLU hafðu endilega samband og spjallaðu, ég hlakka til að heyra frá þér.

MLU er ekkert óviðkomandi þannig að engin málefni eru of lítil og engin of stór, við pössum bara alltaf upp á að aðgát skuli höfð í nærveru sálar, eins og kemur fram í leiðarljósi og gildum MLU. 

Ég hef unnið við og lært ráðgjöf, og starfaði við það frá 2000 til 2007 en þá hóf ég eigin rekstur að mestu í ferðaþjónustu en einnig innan líkamsræktargeirans. Ég lærði einkaþjálfun meðfram
ráðgjafanámi og hef ég ávallt unnið eftir þeirri sannfæringu minni að heilbrigði samanstendur af fleiri en einum þætti og heilbrigð sál í hraustum líkama á alltaf við.

Ég lauk námi í Leiðsöguskóla MK í júní 2020, og ásamt því að taka að mér og vinna að sérverkefnum stefnir hugur minn til ferðaþjónustu og þar er umhverfisvernd mér ofarlega í huga.

Það er hjartans trú að með því að mæta hverjum degi með voninni um að í dag geri ég einhverjum gott og komi til með að gera mitt besta, verði dagurinn betri, og svo muna að ég vil vera þekkt af góðu.

Ég nýt þeirra forréttinda að vera mamma Fanneyjar og auk hennar á ég einn sták og svo 4 stjúpbörn og barnabörn, þannig að ég er afar rík.

G.Harpa Hauksdóttir

Yfirumsjón ráðgjafateymis

Yfirumsjón ráðgjafateymis