Matthildur
HIN LANGA LEIÐ MÍN UPP…

Fyrsti kafli úr magnaðri frásögn Matthildar Björnsdóttur, Suður-Ástralíu. Næstu kaflar verða birtir í kjölfarið, einn í einu.

Matthildur er höfundur bókarinnar „Diving Into the Threads of Life: A woman´s journey„.
Bókin er sönn saga konu sem loksins finnur sína raunverulegu köllun. Þessi sjálfsævisaga fjallar um líf barns sem átti í erfiðleikum með að passa inn í óskrifaðar reglur samfélagsins. Í bókinni deilir Matthildur sinni eigin djúpu persónulegu reynslu af því að alast upp í samfélagi þar sem henni fannst sér vera hafnað og hún neydd til að lifa lífi sem hana hafði aldrei dreymt um. Í bókinni skoðar hún á heiðarlegan hátt hvernig höfnun í æsku getur vaxið í gegnum kynslóðir þegar tilfinningar eru ekki leyfðar og hvernig börn borga að lokum verðið í formi tengslarofs og tilfinningalegrar fjarlægðar. Hennar eigin reynsla af höfnun mótaði líf hennar, leiddi til hjónabands sem hún vildi aldrei og annarra erfiðleika. Það var ekki fyrr en Matthildur hafði hitt ástralskan jarðfræðing og flutt til hans til Ástralíu að hún ákvað að hefja umbreytingarferlið og faðma sitt sanna sjálf.

SERIA ÚR BÓK MINNI Á ENSKU SKRIFUÐ Á ÍSLENSKU

Þá og nú……afleiðingar reynslu eyðast ekki si svona

Árið 1946 voru tveir einstaklingar í námi í sjúkrahúsi á Íslandi.  Eitthvað fór í gang sem krafði um kynmök.  Engin hugsun fór í gang um hættuna á hugsanlegum óvelkomnum afleiðingum. Það voru engar almennilegar getnaðarvarnir til né voru þungunarrof leyfð, enda voru yfirvöld og kirkjan með sín goðsagnarfullu viðhorf um slík mál.

Þessi ungmenni voru engan veginn í neinum hjónabandshugleiðingum og með sinn hvorn drauminn um starfsframa snemma á landinu sem hafði verið undir kúgun erfiðra lífskjara og sérkennilegra viðhorfa trúarstofnana.

Barn sem kom inn í það andrúmsloft og til einstaklinga með allt annað í lífsplani sínu en að verða foreldrar, á auðvitað ekki von á að vera umvafið velkominni ást.

Við konan sem gekk með mig vorum sendar í felur til Vestmannaeyja af smáninni að kona dóttir manns í millistétt hafði „gert það“ svo að það varð að fela ljótleikann eins lengi og hægt var.  Hún fór svo með okkur til baka rétt fyrir þann tíma sem ég eða líkami minn átti að vera að birtast.

Sú koma reyndist taka 72 tíma og kom út með öfugum enda og fæðingin var í heimahúsi en ekki í sjúkrahúsi til að sjá um að halda smáninni leyndri lengur. Svo reyndist hægri mjöðmin hafa farið úr liði í ferðinni út sem samt kom ekki í ljós fyrr en ég fór að skríða.

Þau sem höfðu átt sökina á að geta mig, höfðu fengið þá skipun að verða að giftast hvert öðru. Það drap starfsframa drauma þeirra. En sú kona sem fæddi mig í heiminn með rassinn og fætur fyrst, fór til Ameríku til að byggja upp það samband sem þeim var skipað í, þegar ég var send á spítala á Íslandi sem myndi hafa verið snemma á árinu 1948.

Ég náði að sjá að margir af þeirri kynslóð sem fæddust um 1917 og þar um bil höfðu séð mikið basl og fátækt hjá ömmum sínum með fleiri börn en þær gætu séð um og það var ekki nein hvatning til að fara í foreldrahlutverk sem fyrsta verk eftir að verða það sem kallast að verða „full-orðin“ það orð sé ég sem of mikla fullyrðingu.

Á þessum tímum var skilningur og þekking á þörfum ungbarna mjög takmarkaður. Það vissi enginn þá að hin mikilvæga tilfinning sem er kölluð nánd myndi hverfa, deyja, enda við þann aðskilnað á milli barnsins sem hafði verið í móðurkviði þeirrar konu og sjálfvirkt reiknað með að fá þá nánd.

Ótal einstaklingar þeirra tíma fengu slík örlög sem sum náðu að gera vel með, en ekki nærri öllum samt. Og ég vitnaði dæmi þeirra ekki hafa verið einstaklinga sem væru ástfangin upp fyrir haus né í þeirri þrá að eiga hvert annað, né að fá þau börn sem komu inn í líf þeirra. Þau höfðu neyðst til að fara á aðra rás í sjálfum sér sem þau gerðu hver á sinn mismunandi hátt. Atriði sem ég skildi auðvitað ekki fyrr en áratugum síðar eftir að sortera sjálfa mig út. En meira um það seinna.

Svo um tveim árum eða svo síðar kom hún þessi kona sem fæddi mig í heiminn til að ná í mig og taka mig í langa ferð. Ég hef ekkert í heilanum frá þeirri ferð. Og heldur nær ekkert frá þeim meira en fjórum árum sem við vorum í tveim löndum. Ameríku og Japan.

Það var ekki fyrr en áratugum síðar sem ég náði að skilja, upplifa og melta hin djúpu tilfinningalegu sár og sérkennilegar afleiðingar af að vera nándarlaus með hjónum sem ég hafði fæðst til og auðvitað verið fyrst háð þeim og svo meðvirk vegna smæðar samfélagsins.