HVATNINGARSJÓÐUR MÍN LEIÐ UPP

FYRIR 16 ÁRA OG ELDRI

FYRSTA ÚTHLUTUN 21. APRÍL 2022

HVATNINGARSJÓÐUR MÍN LEIÐ UPP HEFUR ÞAÐ AÐ HUTVERKI AÐ STYÐJA VIÐ EINSTAKLINGA 16 ÁRA OG ELDRI TIL NÁMS
EÐA ANNARRA TÆKIFÆRA Á SVIÐI STARFS OG SJÁLFSEFLINGAR.
SÉRSTAKLEGA ER HORFT TIL EINSTAKLINGA SEM AF ÓLÍKUM ÁSTÆÐUM ERU UTAN NÁMS- EÐA VINNUMARKAÐAR OG MIKIL ÁHERSLA LÖGÐ Á AÐ HJÁLPA ÞEIM AÐ VAXA OG VINNA SIG Í ÁTT AÐ DRAUMUM SÍNUM.
STYRKURINN Á AÐ MÆTA KOSTNAÐI VEGNA NÁMSKEIÐA OG/EÐA SKÓLAGJALDA EÐA VEGNA KAUPA Á AÐFÖNGUM S.S. BÓKUM, TÖLVUM EÐA ÖÐRUM VARNINGI
FJÁRMAGN SJÓÐSINS ER AÐ MESTU LEITI ÁGÓÐI AF SÖLU EINSTAKRA VARA AF VEFVERSLUN MÍN LEIÐ UPP.
AUK ÞESS TÖKUM VIÐ FAGNANDI Á MÓTI ÖLLUM STYRKJUM Í FORMI FJÁRMAGNS EÐA AÐFANGA, TIL DÆMIS TÖLVUBÚNAÐUR, SKRIFFÆRI EÐA BÆKUR ERU MJÖG VEL ÞEGNAR ÁSAMT ÖÐRU SEM NÝTIST STYRKÞEGUM TIL ÞESS AÐ GETA EFLST Í LÍFI OG STARFI.


FYRSTA ÚTHLUTUN SJÓÐSINS FER FRAM 21. APRÍL 2022 (SUMARDAGURINN FYRSTI).
OPNAÐ VERÐUR FYRIR UMSÓKNIR Í JANÚAR 2022


Hverjir geta sótt um styrk?

Allir sem vilja sækja nám, námskeið eða styrkja sig á annan hátt til starfseflingar.

Hvernig er umsóknarferlið?

Umsóknir skulu berast á netfangið minleidupp@minleidupp.is

Nafn umsækjanda, heimili, kt. og ástæða umsóknar

Fullum trúnaði er heitið. 

Staðfesting á umsókn um nám, námskeið eða hvað sem sótt er um

Hvenær fer úthlutun styrkja
fram?

Fyrsta úthlutun fer fram 21. apríl 2022. 

Tekið verður við umsóknum um styrk frá 1. febrúar – 1. mars 2022

Til hvers er litið við mat á umsóknum?

Við mat á umsóknum og úthlutun styrkja er m.a. litið til eftirfarandi atriða:

  • Bakgrunns umsækjanda
  • Ástæða umsóknar
  • Saga umsækjanda
  • Áhugasvið

Ávallt verður litið til kynjahlutfalla við mat á umsóknum og úthlutun styrkja.

Hvatningarsjóður Mín Leið Upp – Samþykktir

Starfsreglur 

Samþykktar á aðalfundi 30. október ´21


1. gr.

Hvatningarsjóður Mín Leið Upp var stofnaður á aðalfundi 30. október ´21.

2. gr.

Samkvæmt aðalfundarsamþykkt 30. október 2021 skal ráðstöfunarfé sjóðsins vera úthlutað einu sinni á ári að minnsta kosti, til stuðnings einstaklings til náms, námskeiðs eða aðganga í þeim tilgangi. Í sjóðinn rennur ágóði af sölu varnings af vefverslun á heimasíðu Mín Leið Upp. Sjóðinn má einnig efla með frjálsum framlögum.

3. gr.

Tilgangur sjóðsins er að veita þeim einstaklingum sem markvisst vilja efla sig og styrkja til náms eða fræðslu.Styrkurinn skal vera fjárhæð sem stjórn Mín Leið Upp ákvarðar hverju sinni en hún veltur alfarið á innistæðu sjóðsins á hverju ári. Úthluta skal úr sjóðnum að minnsta kosti árlega, í fyrsta sinn vorið 2022.

4. gr.

Sjóðurinn skal vera í vörslu eigenda Mín Leið Upp sem sjá um og fylgjast með innistæðu hans. Sjóðurinn greiðir kostnað við bókhald og endurskoðun ef einhver er. Vextir og verðbætur af ávöxtun sjóðsins mæti þeimkostnaði.

500kr. Af hverju seldu dagatali (Skipulagsdagatal 2022) rennur í sjóðinn.

500kr. Af hverjum seldum penna rennur í sjóðinn.

Ákvarðað skal fyrirfram þær fjárhæðir eða þann ágóða sölu, sem renna í sjóðinn. 

Berist sjóðnum frjálst framlag skal gera grein fyrir því í skýrslu og senda viðeigandi þakkarpóst í staðinn.

5. gr.

Sjóðstjórn skal skipuð eigendum Mín Leið Upp. Agnes H Barkardóttir og Fanney Marín Magnúsdóttir.Sjóðstjórn skal annast úthlutun og halda gerðabók um sjóðinn, reikninga hans og annað hvað varðar hag sjóðsins og starf.

6. gr.

Sjóðstjórn er heimilt að endurskoða starfsreglur ár hvert og nýta sér þar með þá reynslu sem hefur skapast.

7. gr.

Verði Hvatningarsjóðurinn af einhverjum ástæðum að hætta störfum skal ákvörðun um það og ráðstöfun eigna hans tekin á aðalfundi Mín Leið Upp.

Innistæða sjóðsins mun færast á bankareikning MLU.


Í stjórn sjóðsins frá aðalfundi 2021 eru:

Agnes H Barkardóttir og Fanney Marín Magnúsdóttir