Hvernig höldum við okkur á tánum?

Við sem eigum við ósýnilega sjúkdóma í daglegu lífi þurfum sífellt að huga að heilsu okkar, andlegri og líkamlegri. 

Andlega heilsan er að mínu mati mikilvægari, vegna þess að ef að hún er ekki í góðu jafnvægi, þá hefur það áhrif á líkamann okkar og við verðum þreyttari og komum hlutum síður í verk. 

„Orkustjórnun“ kallast það í daglegu tali, þegar við reynum að stjórna því hvar við notum orkuna okkar. Orkustjórnun snýst um að viðhalda og endurnýja jákvæða orku svo við náum að láta okkur líða vel í lífi og starfi. 

Orkustjórnun þýðir að við höfum skýran tilgang í öllu sem við gerum. Einbeitingin okkar þarf að vera góð og við getum viðhaldið henni með góðri næringu og hvíld eftir þörfum. Þegar þú finnur fyrir þreytu hvort sem um líkamlega eða andlega, þá mátt þú hvíla þig. Það má! 

Ef þú temur þér jákvætt viðhorf gagnvart athöfnum daglegs lífs, þá verður það auðveldara.

Jafnvægi er algjört lykilatriði. Jafnvægi í öllum grunnþáttum lífsins (næring, hreyfing, hvíld/svefn, hugarfar) og full ábyrgð á eigin orku er lykillinn að vellíðan. 

Eins vel og hugræn og líkamleg orka vinna saman, hafa þær mjög mikil áhrif á andlega orku. Því betri sem við erum í því að lágmarka áreitið í kringum okkur og einbeita okkur að grunnþáttunum náum við með betra móti að halda okkur „á tánum“.

Við sjálf höfum mestu áhrifin á það hvernig okkur líður vegna þess að það er eingöngu okkar eigin ákvörðun hvort við ætlum að taka slaginn. Við ákveðum sjálf hvort við ætlum að leyfa öðrum að hafa áhrif á okkur, líðan okkar eða orku. 

Þess vegna er mikilvægt að bera virðingu fyrir orkunni okkar og þeim grunnþáttum sem henta best fyrir þig, til að viðhalda bestri orku. 

Stjórna orkunni – ákveða það í hvaða þáttum lífsins þú ætlar að nýta orkuna þína?

Hér er nokkur atriði sem geta aukið andlegu orkuna þína. Listinn er alls ekki tæmandi

 • Þú hefur val
  • Veldu að horfa jákvætt á aðstæður
 • Núið
  • Hefur þú prófað Jóga nídra? 
  • Finna fyrir mómentinu – hvað er að gerast NÚNA!
 • Hrós
  • Hrósaðu öðrum
  • Taktu við hrósum sem þú færð, skrifaðu þau niður
 • Þakklæti
  • Að þakka fyrir það sem þú hefur
   • Litlu hlutirnir
   • Suðið í flugunum
   • Þögnin í myrkrinu

Láttu þér líða vel – settu þig í forgang – veldu slagina – hvíldu þig – ekki gleyma að njóta