Jenný Rut Kaaber

ÁHERSLUR

Áherslurnar mínar eru að styðja við fólk í að eiga heilbrigð samskipti við mat, hætta kúrum og skyndilausnum og bæta jákvæða líkamsímynd.

ÉG ER:

Klínískur næringarfræðingur og vinn á Landspítalanum. Þar sinni ég inniliggjandi sjúklingum með ýmiskonar næringarvandamál; vannæringu, ofnæringu, fæðuofnæmi/óþoli, sykursýki og ýmislegu fleira.

Frá unga aldri hef ég haft óslökkvandi áhuga á þeim vísindum sem tengja saman næringu og mannslíkamann.

Árið 2010 ákvað ég að tími væri kominn til að breyta áhugamáli mínu í atvinnu og hóf mína skólagöngu aftur, þá 32 ára gömul 3ja barna móðir og ekki einu sinni með stúdentspróf.

Ég fékk að klára það sem uppá vantaði í stúdentsprófið hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fór svo beina leið í háskólann eftir það, tókst að útskrifast 40 ára gömul með meistaragráðu í klínískri næringarfræði og er búin að vinna við það síðan.

MENNTUN:

Háskóli Íslands – Bs/næringarfræði

Háskólinn í Gautaborg – Skiptinám á meistarastigi/klínísk næringarfræði

Háskóli Íslands – Ms/klínísk næringarfræði