Kafli 3 – Hin Langa Leið Mín Upp

SVO ÁTTI MAÐUR AÐ KALLAST UNGLINGUR

Kaflinn í Breiðagerðisskólanum endaði þegar ég var tólf ára og þá kom tími á að fara í gagnfræðaskóla næsta skólaár árið 1960.

Líkami minn hafði fengið hægari virkni í hormónum sem barn í sjúkrahúsi svo að ég var hvorki með brjóst né komin á túr. Faðir okkar sagði mér það löngu síðar af hverju ég hafði ekki orðið eins há í loftinu og systur mínar og væri það frá röntgenmyndum sem höfðu verið teknar af mjöðminni á mér sem ungbarni sem hafði haft áhrif í innkyrtlakerfinu. Hann var hinsvegar ófær um að fræða dætur sínar um þetta með getnaðarfæra kerfin. Ég fékk bara hótun um það ef ég myndi gerast sek um kynmök með afleiðingum. Þá yrði mér hent út. Hann var í framhaldsnámi í barnalækningum í Ameríku þegar ég afleiðing kynmaka hans var í röntgenmyndatökum í sjúkrahúsi á Íslandi.

Gagnfræðaskólinn var öðruvísi. Við fengum nokkra kennara og vorum hópur sem höfðum komið frá allskonar bakgrunnum í öðrum skólum. Svo að bekkurinn okkar fékk stafinn H.

Fyrsta daginn sem ég kom að þessum gagnfræðaskóla sem var Gagnfræðaskóli Austurbæjar var æpt á mig að ég væri of lág í loftinu til að koma í þann skóla og að ég ætti að fara í skólann í næsta húsi. En auðvitað hlýddi ég því ekki af því að ég vissi að ég væri búin með það skólastig. Sem betur fer man ég ekki eftir að slíku væri æpt að mér eftir það.

Oft var ég kölluð dvergur á götunum af krökkum sem ég þekkti ekki neitt og þau ekki nafn mitt, þurftu hinsvegar að vera andstyggileg um útlit mitt.

Ein af stelpunum þar náði að sniffa upp frá mér að ég væri góð með hár, svo að ég varð hárgreiðslukonan hennar þau tvö árin, og ég lenti líka í að baka með henni heima hjá henni. En hún gerði aldrei neitt með mér heima hjá mér. Ég átti eftir að átta mig á því að pabbi hennar var stjórnfíkill og vildi halda henni heima við.

Þann vetur var einnig tími þess að kirkjan krefðist þess að þessi aldurshjúpur myndi játa sig inn í stofnunina. Það ferli í tilfelli okkar sem fórum til þess prests sem var með það svæði, var unnið af prestinum sem valdi að verja sem minnstum tíma í það starf, af því að það að fá nöfnin á listann var það sem hann var eftir. Og það var áberandi að hann hafði greinilega engan áhuga fyrir okkur sem einstaklingum.

Það var dæmigert færiband með okkur í mjög stuttan tíma í hverri ætlaðri fræðslustund í því að „ganga til prests fyrir fermingu“. Ég var ekki spurð hvort ég vildi fermast. Hin veisluglaða kona sem fæddi mig í heiminn hafði mig líka á sínu eigin færibandi um skreytingar á mér fyrir daginn. Kjóll var pantaður frá Ameríku og höfuðskraut sem mér fannst svo út úr kú á mér. Svo átti ég að finna háhælaða skó sem pössuðu mér til að gera mig hærri í loftinu. Það var ógerlegt af því að fæturnir á mér voru ekki komnir í stærð fyrir þá. En ég náði að lokum að finna nothæfa skó með lægri hælum sem var gott. En ég naut þess ekki að vera í þeim skrúða. Hann var ekki það sem ég var um.

Svo rann þessi frægi fermingardagur upp fyrir sextíu árum. Mamma hafði boðið öllum sem hún gat komið upp með nöfn á til að bjóða í þá veislu. Fermingar athöfnin var mjög skrýtin og myndin af okkur fermingarbörnunum var eins og við værum öll á leið til slátrunar með einskonar jarðarfarar svip á andlitum okkar en presturinn með Mónu Lísu bros svo grobbinn með að fá öll þessi nöfn á listann.

Ég upplifði veisluna ekki vera um mig eða fyrir mig, heldur fyrir konuna sem skipulagði hana, og svo auðvitað alla hina sem fengu gott að borða og að vera í þessum fína félagsskap.

Það er ekki af neinu vanþakklæti sem ég segi þetta, heldur til að sýna hið sanna dæmi um algeran skort á tengingu og samband á milli okkar. Árin höfðu ekki byggt það upp í mér hið innra að standa upp fyrir mér sem mér eða geta sagt, nei ég vil öðruvísi föt, eða ég hef engan áhuga fyrir þessu fermingarstússi.

Auðvitað var maturinn flottur og kökurnar, og ég fékk einhverjar gjafir og símskeyti. Gjafirnar sem ég man mest eftir: Voru úr, útvarp og taska með bandi í gegn um á toppnum sem voru mikið í tísku þá. Svo voru mér víst gefnir einhverjir peningar, en ég man ekki eftir hve mikið af þeim ég fékk enda sextíu ár síðan.

Ég vissi ekkert um fermingu vinkonu minnar og hef ekki glóru um hvort hún var fermd eða hvar. Afi hennar var kaþólskur en amman hagaði sér ekki samkvæmt þeim viðhorfum sem sú stofnun kenndi þó að hún væri gift kaþólikka. Kannski var þess ekki krafist á Íslandi að eiginkonur tæku þá trú við giftingu, en það gerðist hér.

Á þessu tímabili fór ég í eitt skipti á unglingaball í Lídó. Þar upplifði ég mitt fyrsta Aha augnablikið í lífi mínu. Það var þegar sannleiksmælir minn um útlit mitt kom upp. Þar og þá sá ég að ég var hvorki ljótari né fallegri en aðrar stelpur þar, og var fín með það. En ég vissi að það myndi ekki gagnast að segja konunni sem fæddi mig í heiminn frá því. Það var því að hún var blinduð af eigin sýn, og ef ég hefði sagt henni það vissi ég að ég myndi bara fá meiri og verri árásir á útlit mitt.

Líkama sem kom frá henni og ég gæti ekki breytt. Ekki orðið hærri í loftinu, og myndi ekki fara í fegrunar skurðaðgerð. Ég lærði snemma að ég gæti ekki og ætti ekki að deila neinu af mínum persónulegu málum eða vandræðum með henni. Ég hafði lært það frá því hvernig viðbrögð ég hafði fengið í það skiptið, sem ég hafði gert það. Varðandi mig hélt hún alltaf með hinum aðilanum. Eftir þessi tvö ár í Gagnfræðaskóla Austurbæjar ákvað ég að fara í Lindargötuskólann frá því að vera enn með heilaþvott presta og samfélagsins í heilanum um að líf mitt ætti bara að verða um að vera húsmóðir. Svo ég fór í Húsmæðradeildina í þeim skóla.

LINDARGÖTU SKÓLI VAR FÁMENNUR OG HEIMILISLEGUR SKÓLI

Jón Á Gissurarson var með fingurinn á púlsi nemenda. Hann vissi greinilega af reynslunni að unglingar gætu verið eins og kvikasilfur, ekki svo viss um hvort þau hefðu áhuga fyrir að vera í skóla.

Þar fann önnur stelpa út að ég væri góð með hár. Svo að ég varð hárgreiðslu-konan hennar þegar hún þurfti þess með. Þá voru rúllurnar notaðar og hárþurrkan og svo fékk hún túberaða heysátu með lokkum. Stelpurnar í bekknum sáu mig svo líka sem einskonar sendisvein þegar þær vildu ekki fara út í búð sjálfar í erfiðu veðri eftir snakki.

Einn daginn hafði ég sofið yfir mig af því að ég hafði ekki verið vakin af því að foreldrarnir voru fjarverandi. Síminn hringdi og mig grunaði að það væri hann. Ég hafði hugsað mér að segja, að ég væri mamma, og að hún væri lasin. En hann þekkti röddina og spurði mig beint út hvort ég ætlaði ekki að mæta?  Ég sagði auðvitað jú og fór með næsta strætó.

Í Lindargötuskólanum upplifði ég svo fyrstu tenginguna við Ástralíu þegar kennarinn okkar lét okkur syngja lagið „Waltshing Matilda“ og mér auðvitað strítt við það, af því að nafnið mitt er Matthildur. Það var næstum eins og óbeint tákn. Strákarnir í bekknum voru allir í námi þar til að undirbúa sig fyrir nám í sjómannaskólanum. Þeir voru allir góðir strákar svo að ég gæti séð.

Það höfðu verið nokkur hundruð bekkjarsystkini sem ég hafði verið í einskonar samferð með í ýmsum skólum án þess að neinar langtíma tengingar yrðu við þau.

NÆSTA SKREF EFTIR AÐ ÚTSKRIFAST ÞAÐAN VAR AÐ FARA Á VINNUMARKAÐ EÐA STARFSNÁM, EN LÍFIÐ HAFÐI ANNAÐ FERLI