Markmið Mín Leið Upp

Allt á einum stað – Saman erum við sterkari

Markmið Mín Leið Upp er að skapa vettvang þar sem einstaklingar hvetja hvort aðra áfram með því að deila sinni persónulegri reynslu með öðrum til að spegla sig í, og jafnframt veita upplýsingar um þau úrræði og leiðir sem hefur komið þeim vel á ,,sinni leið upp“ og þannig veita öðrum sem þarnast uppörvunar nýjar hugmyndir og innblástur að leiðum og lausnum til vaxtar eða leiðbeiningar um hvað skal forðast. Mín Leið Upp vill vera samfélag þar sem við erum öll að deila og taka í þeim tilgangi að hjálpa hvort öðru að vaxa bæði í lífi og starfi.

Sendu Mín Leið Upp póst á netfangi minleidupp@minleidupp.is ef þú hefur áhuga á samstarfi, að birta grein, pistil, fræðslu, auglýsa námskeið eða hvaðeina.

Við erum allskonar

Hugtakið sjálfsefling er víðtækt en miðar að því að við lærum að tileinka okkur aðferðir sem efla lífsgæði okkar, sjálfstraust og hugarfar. Til dæmis með því að hlúa betur að frítímanum, svefnheilsu, samskiptum, efla tímastjórnun og leiðtogafærni, bæta líkamlegan styrk, takast á við fjármálahegðun, vonda sjálfsmynd, fíknivanda og svo lengi mætti telja.

Mín Leið Upp kallar því eftir hugmyndum, ábendingum og góðum ráðum sem hægt er að nota við mótun verkfærakistunnar og vettvangsins í heild sinni. Hafðu samband við Mín Leið Upp í gegnum netfangið minleidupp@minleidupp.is

Reynslusögur

Vegferð hvers og eins er ólík. Hver og einn á sína persónulegu sögu, sem er einstök. Fyrsta skrefið í sjálfsvinnu verður oft þegar við tengjum okkur við reynslu og veruleika annarra. Mín Leið Upp safnar reynslusögum ólíkra reynslubolta í þeim tilgangi að fólk geti speglað sig í reynslu hvors annars og þannig fengið innblástur að leiðum og lausnum til vaxtar.

Mín Leið Upp vill endilega heyra þína sögu af ,,þinni leið upp“. Sendu söguna þína á netfangið minleidupp@minleidupp.is merkt „Mín Leið Upp“ í subject.