Draumalistinn

Mig langar að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs, þakka ykkur fyrir stutta en yndislega samfylgd á árinu sem er að líða. Það er erfitt að lýsa því með orðum hversu þakklát ég er. Vegna ykkar trú á þessu verkefni þá öðlast ég enn sterkari trú á það sömuleiðis.

Góðir hlutir gerast hægt…þetta orðatiltæki hefur mér alltaf þótt frekar pirrandi, enda hef ég oft reynt að gera hlutina á ofurhraða, af hverju þarf þetta að vera eitthvað erfitt og/eða flókið? Gerum þetta bara!

En það er nú víst þannig að sumum verkefnum þurfum við að gefa tíma, ég hef lært það..jú í ALVÖRU, ég hef lært það…ef þú ert einhver sem þekkir mig vel og ert að lesa þetta, þá gæti alveg verið að þú sért flissandi…það er allt í lagi, ég hef alveg húmor fyrir því. Því í dag, þá er ég ekki buguð af skömm og sektarkennd. Ég get horft til baka og sýnt mér skilning, samkennd og gefið mér gott klapp á öxlina. Þvílík seigla! En ok pistillinn átti nú ekki að fjalla um þetta….hvar var ég…..já! nýtt ár, kveðja það gamla… 

Að skrifa draumalista í lok hvers árs er orðið að hefð hjá mér. Þetta „verkfæri“ lærði ég hjá henni Kötu á námskeiðinu „Draumar og drekar“, sem var hluti af endurhæfingu minni hjá VIRK. Í dag er þetta ómissandi partur af árinu hjá mér. Þegar jólaskrautið er tekið upp ár hvert þá eru „Draumalistinn“ þar á meðal. Hann er tekinn upp og settur á náttborðið eða annan góðan stað og er svo opnaður á nýársdag. 

Draumalista-lesturinn…. er svona stund sem ég gef sjálfri mér, þar sem ég les yfir þá drauma sem ég hafði fyrir árið síðan. Sumir eru litlir, vandræðalegir, aðrir raunhæfir og sumir stórir. Þeir tengjast ýmist heilsu, lífstíl, vinum, fjölskyldu, fjármálum, samverustundum, ferðalögum, námi, vinnu, veraldlegum hlutum o.s.frv. það fer einfaldlega bara allt mögulegt á þennan lista. Ég verð stundum smá vandræðaleg þegar ég les yfir draumalistann, gríp hreinlega fyrir andlitið og hugsa : „nei OMG já alveg rétt….jiiii ég skrifaði þetta haha“ eins og t.d. draumurinn sem ég skrifaði fyrir tveimur árum síðan; að ég vona að …..(nei ætla ekki að segja ykkur hann, hann er eignilega of kjánalegur hahaha, hann er bara fyrir mig) vá var næstum því búin að skrifa hann…held ég hefði fengið nokkur mínusstig frá börnunum hefði ég gert það….hversu vandræðalegt!

Það er alltaf jafn gaman að sjá hversu margir draumar hafa ræst, ég vil meina það að það er eitthvað svona POWER í því að skrifa niður draumana sína á blað, þegar ég skrifa t.d. – mig dreymir um að fara í bláa lónið með dóttur minni, þá kemur einhver tilfinning…og hún síast inn í heilan á mér og ég efa það ekki að það eru meiri líkur á því að það gerist….því óskin er komin inn í undirmeðvitundina…

Draumarnir breytast líka milli ára…sumir draumar viðhaldast, fara alltaf á draumalistann ár eftir ár…tengjast oft t.d. heilsu og lífstíl….en svo eru aðrir sem fara á listann ár eftir ár…en fara ekki lengra heldur en bara á listann, draumur sem maður les og skrifar niður til skiptis milli ára, en þori samt einhvern veginn ekki að elta almennilega. Ég tók eftir þannig draum hjá mér, horfði á hann og hugsaði með sjálfri mér; er þetta kanski draumur sem ég þarf að leggja til hliðar?

Gefðu þér tíma fyrir þessa stund

Eftir að vera búin að lesa yfir draumalista síðasta árs, hlægja af honum sem og finna fyrir þeim tilfinningum sem hann vekur við lesturinn, Þá er komið að þeirri stóru og yndislegu stund að skrifa nýjan lista. Með penna við hönd og blað á borðinu….draga andann djúpt, horfa inn á við og byrja að dreyma. Stórt sem smátt. Þetta er svo góð tilfinning og svo góð stund.

Ég mæli með því að þegar þú ætlar að setjast niður og skrifa niður þinn draumalista, að þá ertu að gefa þér góða og notalega stund í það, ekki í flýti. Það nefnilega tekur stundum nokkrar mínótur að tengjast draumahugsun sinni, a.m.k. hjá mér.

Deilum þessu „verkfæri“

Þetta verfæri er mér einstaklega kært og vona ég að mörg ykkar taki nú upp penna og blað og hefjist handa. Hvetjum líka okkar nánustu til að gera þetta, mömmu okkar og pabba, systkyni og börnin okkar. Hjá okkur er þetta orðið að hefð. Stundum notum við bara venjulega blöð og umslög. Stundum hef ég keypt kort, sem mér finnst passa við viðkomandi….

Með þessari færslu þá læt ég fylgja skjal með sem ég útbjó í morgun fyrir ykkur og okkur öll. Ykkur er velkomið að prenta það út….

Að lokum

Takk fyrir að lesa…Mig hlakkar til að setjast niður með dagbókina og fara skrifa og skapa á fullu á komandi ári. Það er svo margt framundan sem ég get bara ekki beðið eftir að kynna fyrir ykkur, þetta mun allt taka smá tíma…góðir hlutir gerast hægt munið…ég vona að þið haldið áfram að fylgjast með og að þið haldið áfram að taka virkan þátt í því að skapa þetta samfélag með okkur.

Megi nýtt ár færa ykkur ný ævintýri, ný tækifæri, gæfu, gleði, frið og hamingju. 2020 var svo sannarlega ár áskorana fyrir okkur flest leyfi ég mér að halda. En ef ég tala nú bara fyrir sjálfa mig, þá reyndist það svo, hjá mér og mínum. Nýtum allan þann lærdóm sem við getum dregið af þessum áskorunum og tökum fagnandi á móti 2021, með grímu – spritti og auðmýkt. 

Hlýjar kveðjur,
Fanney Marín


Draumalistinn PDF


Facebook


Instagram