Mitt Ófullkomna líf – My not so perfect life

Jæja þá er mars mánuðurinn mættur og komið að því að mæla með næstu bók.  Bókin heitir My Not So Perfect Life og er eftir drottninguna Sophie Kinsella, en hún er ein af mínum uppáhalds rithöfundum. Ég hef lesið margar bækur eftir hana og er þessi með þeim bestu að mínu mati. 

Bókin kom út árið 2017. Ég las hana fyrst í sumar og ég gat ekki lagt hana frá mér því hún er svo æðisleg. Ég hef sjaldan hlegið og brosað jafn mikið við lestur áður. Þetta er rómantísk gamanbók í allri sinni dýrð sem ég held að þú átt eftir að elska!

Sophie Kinsella segir í þessari bók frá hinni dásamlegu ófullkomnu Katie Brennar sem þráir ekkert meira en að lifa hinu fullkomna lífi.

Katie dáist af lífi yfirmanns síns henni Demeter Farlowe, en hún virðist lifa gjörsamlega fullkomnu lífi.

Demeter er gullfalleg kona, klæðist fullkomnum fötum, á fullkomna fjölskyldu sem býr í fullkomnu húsi.

Líf Katie er hinsvegar dagleg barátta. En hún leigir skelfilega litla íbúð á lélegum stað í London, með skrýtnum meðleigjendum og starfar sem nemi í láglaunaðri stöðu í auglýsingafyrirtæki þar sem hún þarf stöðugt að berjast fyrir virðingu sinni.

Katie á Instagram reikning eins og flestar ungar konur eiga nú til dags og kýs hún að fegra líf sitt þar inn á og virðist hún lifa draumalífinu. Það gerir hún aðallega til þess að minnka áhyggjur pabba síns og gera hann stoltann.

Þegar Katie virðist vera mjakast í rétta átt í lífinu fer allt á hvolf. Katie fer að efast um eigin forsendur um hvað býr til raunverulega þroskandi og hamingjusamt líf.

UM HÖFUNDINN

SOPHIE KINSELLA

SOPHIE KINSELLA

Sophie Kinsella er metsöluhöfundur og hefur skrifað yfir 30 bækur. Hún er þekktust fyrir Shopaholic bókaseríuna en út frá henni var gerð bíómynd en hún kom út árið 2009 og heitir Confessions Of A Shopaholic. 

Það hafa selst yfir 40 milljón eintök af bókunum hennar í meira en 60 löndum og hafa bækurnar hennar verið þýddar á yfir 40 tungumál.

Fyrstu bókina sína skrifaði hún þegar hún var aðeins 24 ára og hún gaf hana út þegar hún var 26 ára. Bókin naut fljótt mikilla vinsælda líkt og allar bækurnar sem hún hefur gefið út. 


TED TALK

HVAR FÆST BÓKIN