Agnes Barkardóttir

ÁHERSLUR

Agnes Barkardóttir er reynslubolti af líf og sál. 


Ástríða mín felst í því að aðstoða fólk við að finna sína réttu leið í lífinu, vaxa á þeim stað sem það kýs að vera á og ná markmiðum sínum.


Mér þykir mikilvægt að aðstoða fólk við að sigrast á óttanum og stíga út fyrir „boxið“ og taka skrefin í átt að draumum sínum.


Óttann þekkjum við flest og við þurfum að mæta honum með æðruleysi og leyfa honum ekki stoppa okkur.


Ég hef mjög mikla reynslu úr námi, starfi og lífinu sjálfu. Ég bý yfir margra ára reynslu af allskyns uppákomum sem lífið hefur hent í mig. t.d andlegar og líkamlegar áskoranir, erfiðar upplifanir og tilfinningar, streitu og mörg áföll.


Ég hef farsæla reynslu af markþjálfun og ráðgjöf, samskiptafærni, stjórnun, verkefna- & mannauðsstjórnun, innleiðingum stefna og kerfa.


Menntun:

ACC vottaður Markþjálfi

Verkefnastjórnun

Mannauðsstjórnun á mannamáli

MS Forysta og stjórnun

BSc Innovation & Business verkfræði

Námsráðgjöf (diplom frá DK)

Ferðamálaskóli Íslands Diplóma – Leiðsögumaður

Dale Carnegie -Stjórnendaþjálfun