Sjálfsmyndin eftir atvinnumissi

Í dag kom inn grein á www.visir.is þar sem fjallað er um sjálfsmyndina eftir atvinnumissi. Vissulega góð lesnins fyrir þá sem eru í þeim sporum.
Sjálfsmyndin „hrynur“ eins og sagt er í greininni.

Hugurinn fór að reika þegar ég las greinina og að sjálfsögðu strax að Mín Leið Upp

Það er oft erfitt að ná sér upp eftir slíkt áfall að missa vinnuna, sem einkenndi mögulega allt þitt líf og líferni. Félagslífið var vinnutengt, umræðuefnið var vinnutengt og vinirnir úr vinnunni eiga það til að hverfa með starfinu. Allt í einu ertu heima öllum stundum og bíður eftir því að mogginn komi með atvinnuauglýsingarnar svo þú getir sótt um annað starf.

Það er algengt í þessari stöðu að fólk verði félagslega og andlega einangrað. Það getur fylgt skömm og vonleysi því að missa starfið. Allskonar spurningum er ósvarað, eins og: 

„Hvað ætli fólk haldi?“ 
„Ætli ég hafi bara ekki verið nógu góður starfskraftur?“
„Af hverju ég?“
„Hvað gerði ég rangt?“ o.s.frv

Þeir sem eiga við kvíðavandamál að etja, sem eru ófáir íslendingar, finna fyrir auknum kvíða og streitu þegar svona áfall dynur á og leggjast oft í sjálfsniðurrif og loka sig af til að forðast það að vera spurður út í starfið og þurfa þá að útskýra áfallið í kjölfarið. Fólkið sem glímir við kvíða á það sameiginlegt að vilja frekar loka sig af en að tala um tilfinningarnar og erfiðleikana, það reyist þeim andlega erfitt.

Í greininni eru nefnd nokkur atriði sem gott er að gera, þegar um atvinnumissi er að ræða, til að sporna við sjálfsniðurrifi og aukinni vanlíðan. 

Þessi atriði eru góð til að hafa í huga, en þau geta mörg hver verið erfið í framkvæmd. Eins og að biðja aðra um að lýsa þér sem mnaneskju eða að hafa samband við æskuvin. Það er alls ekki hlaupið að því þegar maður er að ganga í gegnum áfall. 

Eins hafa ekki allir tækifæri til þess að leita til sálfræðings. Það eru tvær góðar ástæður fyrir því. Fyrir það fyrsta, þá er alls ekki auðvelt að komast að hjá sálfræðingi og það getur tekið tíma að finna einhvern sem þú tengir við. Í öðru lagi er það kostnaðarsamt en hver tími hjá sálfræðingi kostar um 18.000kr, íslenska heibrigðiskerfið niðurgreiðir ekki sálfræðikostnað, eins og er – það er vonandi til bóta.

Hinsvegar er talað um Gildisvinnu. Veist þú hver þín gildi eru í lífinu? Veist þú hvernig þú getur fundið þau? ….eða veistu yfirhöfuð hvað gildi eru?

Þegar við ætlum að skilgreina gildi okkar getum við spurt okkur: „fyrir hvað og hverju stend ég?“.

Það er virkilega góð sjálfsvinna að finna út fyrir hverju maður stendur, það eflir sjálfstraustið okkar um leið. 

En ástæðan fyrir því að þessi pistill fæddist nú í morgunsárið er að Mín Leið Upp er vettvangurinn sem við erum að skapa, sem grípur þessa einstaklinga og veitir þeim úrræði, fræðslu, ráðgjöf eða námskeið sem þau geta sótt, á meðan þau eru atvinnulaus, í bið eftir nýrri vinnu, bið eftir úrlausn atvinnuleysisbóta eða í bið eftir því að komast í endurhæfingaúrræði. 

Endilega látið orðið berast, það má deila færslum okkar á samfélagsmiðla og segja öðrum frá heimasíðunni www.minleidupp.is