Almennt

 

Skilmálar þessir gilda um vörur sem keyptar eru á heimasíðunni www.minleidupp.is. Síðan er í eigu Mín Leið Upp eða Agnesar Huldu Barkardóttur, kt: 260582-2919, Drekavöllum 29, 221 Hafnarfirði og Fanneyjar Marínar Magnúsdóttur kt. 131278-4389, Skógarbraut 924A, 262 Reykjanesbæ.
Framvegis í þessum skilmálum nefnt MLU.
Skilmálar þessir greina réttindi og skyldur MLU annars vegar og kaupanda vöru hins vegar. Kaupandi er sá einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup. Það á þó ekki við um þjónustu sem viðkomandi kaupir og mætir á staðinn í samtal.

 

Verð

Verð á vefsíðunni eru birt með virðisaukaskatti þar sem það á við, skv. fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá MLU. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttavillur, prentvillur eða myndvillur. Sendingakostnaður er ekki innifalinn í verði. Sendingakostnaður leggst ofan á verð í greiðsluferli. Ef óskað er eftir því að sækja vöru á heimilisfang MLU, leggst enginn auka kostnaður á vöruna.

 

Afhending vöru

Afhending vöru og þjónustu er eftir samkomulagi og ákveður viðskiptavinur hvort hann vilji fá vöru senda til sín eða sækja hana.

 

Greiðsla, skilafrestur og endurgreiðsla

Hægt er að greiða með Visa-og Mastercard. Greiðslan er hröð og örugg í gegnum Rapyd greiðslugátt.
Með greiðslu hefur viðskiptavinur staðfest gildandi skilmála MLU. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupendur samkvæmt skilmálum og skilyrðum. Ef valið er að fá vöruna senda þá skuldbindur MLU sig til þess að póstleggja vöruna innan tveggja virkra daga. Ef varan er ekki til á lager er kaupandi upplýstur um það samdægurs og boðin endurgreiðsla á vörunni eða að hún verði afhend um leið og vara er til á lager. Ef viðskiptavinur kaupir ráðgjöf, markþjálfun eða námskeiðsþjónustu þarf að greiða staðfestingagjald. Þegar um ráðgjafa- eða markþjálfasamtal er að ræða, er staðfestingagjald sem nemur 50% af verði tímans. Ef um námskeið er að ræða, þarf að greiða 10% staðfestingagjald. Staðfestingagjald er óafturkræft.

 

Gölluð vara

Sé vara gölluð fæst hún endurgreidd að fullu ef hún er í upprunalegum umbúðum eða að viðskiptavinur getur fengið aðra vöruí staðinn.

 

Trúnaður

Seljandi heitir fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kunnu að berast í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar munu ekki undir neinum kringumstæðum verða afhentar þriðja aðila, nema svo beri skylda skv.lögum. Viðskiptavinur samþykkir að veita réttar og nákvæmar upplýsingar fyrir þau kaup sem gerð eru í vefversluninni, þar með talið netfang, kreditkort og gildistíma, svo hægt sé að hafa samband við kaupanda ef þess þarf.

 

Persónuverndarlög

MLU meðhöndlar allar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar eru aldrei veittar þriðja aðila. MLU safnar engum upplýsingum í markaðslegum tilgangi, hvorki til að selja auglýsingar né notar í hagnaðarskyni.

 

Höfundaréttur

Viðskiptavinum eða öðrum heimsækjendum á síðuna www.minleidupp.is er óheimilt að nýta efni af síðunni nema annað sé tekið fram. Öll afritun, fjölritun og endurbirting er óheimil í hvaða formi sem er. Áskilinn réttur til breytinga á skilmálum þesum er án fyrirvara. Skilmálar þessir gilda frá 1.janúar 2021. Ágreinigsmál vegna þessara skilmála skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjaness.