Viðburðir

21 DAGS ÁSKORUN MÍN LEIÐ UPP

ÞÍN FULLKOMNA RÚTÍNA

 
Markmið Mín Leið Upp er meðal annars að stuðla að aukinni virkni og vellíðan í Íslensku samfélagi.
þessi 21 dags áskorun okkar fyrsti þáttur í því markmiði.
 
Rannsóknir víða um heim hafa sýnt að ef okkur líður vel andlega og líkamlega, mun lífið ganga betur.
Að hafa sterka sjálfsmynd er mikilvægur þáttur í vellíðan.

 

Í upphafi ætlum við að leggja áherslu á morgunrútínuna okkar.

 Þér er auðvitað frjálst að aðlaga þessa áskorun alfarið að þér sjálfri/um, þínum þörfum og löngunum.
Ástæðan fyrir því er einföld og mjög skýr en dagurinn verður bara svo mikið betri ef við byrjum hann vel.
Markmið áskoruninnar er að aðstoða þig við að gera lífið auðveldara til lengri tíma.
Við það að taka þátt á þínum eigin forsendum, sigrast á mögulegum hindrunum, finna þinn farveg í rútínu og daglegu amstri mun það styrkja sjálfsmynd þína.
Þú færð aukið sjálfstraust og lærir á mörk þín, matar- og svefnvenjur sem og léttari lund og skemmtilegri frítíma.
Mín Leið Upp mun vera þér innan handar og til aðstoðar ef þú þarft og vilt.
Í 21 dag ætlum við að fókusa á eina venju sem þú vilt bæta við líf þitt – þetta er allt undir þér komið!
 


SKRÁÐU ÞIG HÉR

Lokið

SAMAN ERUM VIÐ STERKARI

Ert þú 18-25 ára?
Taktu skrefið með Mín Leið Upp og fáðu aðgang að einstakri verkfærakistu og leiðsögn reyndra ráðgjafa til að draga fram það besta í þér. Einstök vinnustofa sem stuðlar að betri sjálfsþekkingu, tímastjórnun og samskiptafærni.
Með því að taka þátt í þessari vinnustofu munt þú öðlast betri yfirsýn og leiðir í ákvarðanatöku og kynnast fleiri leiðum sem hjálpa þér við að takast á við áskoranir þínar.
Uppgvötaðu mátt hugans og finndu hvernig þú verður opnari fyrir nýjum tækifærum til að vaxa bæði í lífi og starfi.
Vinnustofan fer fram dagana 8. & 10. júlí í gegnum fjarfundarbúnað og stendur yfir í þrjár klukkustundir í senn. Um er að ræða krefjandi en á sama tíma mjúka og skemmtilega vinnustofu þar sem við ætlum að ögra huganum sem og tilfinningum okkar, í þeim tilgangi að þú öðlist ferska sýn á lífið og öðlist tækifæri til að vaxa. Þetta gerum við með því að kynna þig fyrir og vinna saman með fjölbreytt tímalaus verkfæri sem koma til með að nýtast þér alla ævi. Verkfærin miða sérstaklega að sjálfsþekkingu og forgangsröðun og aðstoða þig við að greina og jafnframt takast á við hinar ólíku áskoranir sem felast í daglegu lífi. 
Skráðu þig hér fyrir neðan! 


Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir af viðburðum, fyrirlestrum og allskonar áhugaverðu efni frá okkur