The Life – Changing Magic of Not Giving a F**K

Ég hugsaði að það yrði skynsamt að byrja árið og um leið bókaklúbb Mín leið upp með einni góðri sjálfshjálparbók svona til þess að gefa okkur smá innblástur fyrir nýja árið. Það eru til þó nokkrar sjálfshjálparbækur og hef ég lesið ansi margar í gegnum árin en þessi bók hefur að mínu mati svo sannarlega skorið sig úr hóp sinnar tegundar. Bókin sem byrjaði sem paródía af vinsælu bókinni The life changing magic of tidying up eftir Marie Kondo endaði sem alþjóðleg metsölubók árið 2015 og nýtur en mikilla vinsælda. Ég las hana fyrst árið 2017 og hefur hún verið nálægt mér síðan.

Sarah Knight skrifar í þessari hagnýtu bók um það hvernig í ósköpunum maður fer að því að losa sig við óæskilegar skuldbindingar, skömm og sektarkennd og hjálpar þér um leið að finna tíma og orku fyrir hluti og fólk sem veita þér raunverulega ánægju. Hún nær að gera lesturinn grípandi, stórskemmtilegan, húmorískan og töff allt á sama tíma og það er eitthvað sem mér finnst ekki margir rithöfundar sjálfshjálparbóka ná að gera.

Þessi bók hefur ekki verið þýdd yfir á íslensku svo það er aðeins hægt að nálgast hana á ensku, bókin er hins vegar mjög auðlesin. Gleðifréttir bókin er sú fyrsta í bókaseríunni hennar Sarah Knight sem kallast No Fucks Given Guides og eru bækurnar í þeirri seríu nú orðnar 5 talsins. Ég var svo ánægð eftir lesturinn að ég á núna 3 bækur í þessari seríu og hlakkar mig til að lesa fleiri bækur eftir hana í framtíðinni. 

Hægt er að kaupa bókina í Eymundsson hérlendis en það er einnig hægt að nálgast hana á Amazon. Fyrir þá sem hafa áhuga á að hlusta á bókina þá er hún til á Audible sem er hljóðbókafyrirtæki á vegum Amazon en hún er fáanleg þar ef maður er í áskrift. 

Annars segi ég bara gleðilegan febrúar og gleðilegan lestur!

Perla Sóley

UM HÖFUNDINN

SARAH KNIGHT

SARAH KNIGHT

Sarah Knight útskrifaðist með sóma frá Harvard háskólanum í Cambridge og kom til að starfa lengi vel sem árangursríkur ritstjóri hjá stóru fyrirtæki í New York. 

Árið 2015  tók hún þá erfiðu ákvörðun að hætta í vinnunni sinni og starfa sem sjálfstæður ritstjóri og rithöfundur. Í dag vinnur hún sjálfstætt og hefur öðlast mikla velgengni. Hún getur tekið vinnu sína með sér hvert sem er um heiminn. Í stað þess að eyða öllum tíma sínum innan veggja skrifstofu í stóru fyrirtæki, nýtur hún tíma sinn frekar í hluti sem skipta hana máli og veita henni ánægju. 

Sarah er alveg mögnuð kona og ég mæli með því að þið kynnið ykkur hana enn frekar, hún hefur meðal annars haldið fyrirlestur hjá Ted Talks þar sem hún kynnir hugmyndina á bakvið bókina, ég læt hann fylgja með hér í lokin.


TED TALK

HVAR FÆST BÓKIN