MÍN LEIÐ UPP HEFUR ÞAÐ AÐ MARKMIÐI AÐ HJÁLPA FÓLKI AÐ VAXA OG VINNA Í ÁTT AÐ DRAUMUM SÍNUM

Ég heiti Fanney Marín og er stofnandi og eigandi Mín Leið Upp. Mín Leið Upp hóf formlega göngu sína þann 29.nóvember árið 2020.

Mínir uppáhalds frasar eru ,,Það sem ég vökva vex með mér“ og ,,Vertu þín eigin fyrirmynd“ og hafa þeir fylgt mér býsna lengi. Ég hef lært að það er enginn galdur á bak við hina einu sönnu hamingju og velgengni. Við þurfum fyrst og fremst að vökva okkur sjálf og umhverfið okkar og huga vel að hvað við notum til þess. ,,Vertu þín eigin fyrirmynd“ minnir mig á að hlúa vel að sjálfri mér og detta ekki í þá gildru að vera bera mig saman við aðra.

Hugtakið ,,Mín Leið Upp“ hefur dýrmæta merkingu fyrir mig og felur í sér að leið hvers er einstök. Í allt of mörg ár var ég föst í því að bera mig saman við aðra, líf og velgengni annarra. Ég hef frá því ég var barn upplifað mig frekar týnda og einhvern veginn ekki passa almennilega inn í samfélagið.

Sjálfsvinna mín eða ,,Mín Leið Upp“ hófst í mínum huga fyrir tæpum tuttugu árum síðan eða árið 2003. Síðan þá hefur áhuginn á öllu sem viðkemur andlegri heilsu og tengingu hugarfars við hamingju og velgengni bara farið vaxandi og haldist í hendur við mína sjálfsvinnu.

Mín Leið Upp er hugmynd sem fæddist eina andvöku nótt og varð til samhliða BA ritgerðinni minni í tómstunda- og félagsmálafræði. Markmið mitt er að búa til valfeflandi vettvang sem ég hefði viljað hafa aðgang að þegar ég var að taka mín fyrstu skref á ,,minni leið upp“. Hvernig vettvangur væri það? Það væri vettvangur sem gæti bent mér á og/eða boðið upp á ólíkar leiðir til vaxtar og verkfæri til sjálfseflingar. Það er von mín að þessi vettvangur muni veita þem sem þurfa á að halda uppörvun og skapa mikilvægar umræður og tengslanet sem styður til frekari sjálfseflingar sem nýtist til framtíðar.

Mín Leið Upp er samfélagslegur vettvangur þar sem einstaklingar hvetja hvort aðra áfram með því að deila sinni persónulegri reynslu með öðrum til að spegla sig í, og jafnframt veita upplýsingar um þau úrræði og leiðir sem hefur komið þeim vel á ,,sinni leið upp“ og þannig veita öðrum sem þarnast uppörvunar nýjar hugmyndir og innblástur að leiðum og lausnum til vaxtar eða leiðbeiningar um hvað skal forðast.HEIMASÍÐAN BÝÐUR UPP Á

  • MAGNAÐAR REYNSLUSÖGUR ÓLÍKRA REYNSLUBOLTA.
  • ÓKEYPIS VERKFÆRI SEM HJÁLPA ÞÉR AÐ HÁMARKA ÁRANGUR ÞINN Í LÍFI OG STARFI
  • VEFVERSLUN, Í HENNI ERU M.A. SKARTGRIPIR, DAGBÆKUR OG DAGATÖL SEM ÉG SJÁLF HANNA OG LÆT GERA FYRIR MIG.
SAMAN ERUM VIÐ STERKARI

MÍN LEIÐ UPP

FANNEY MARÍN

STOFNANDI OG EIGANDI

Menntun Fanneyjar:

  • BA í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands
  • Fjármálaráðgjafi og námskeiðshaldari hjá LTV (Leiðin til velgengni)
  • Háskólabrú Keilis
  • Snyrtifræðingur frá Inter Clinitique í Kaupmannahöfn og kennari við sama skóla.


Hver er bakgrunnur Mín Leið Upp?


Stofnandi og eigandi Mín Leið Upp er Fanney Marín Magnúsdóttir.


Fanney Marín hefur víðtæka reynslu úr lífi og starfi en hún lenti sjálf í kulnun sem og á hún langa áfallasögu. Fanney hefur í langan tíma stundað mikla sjálfsvinnu og í gegnum hana lært að tileinka sér fjölbreytt verkfæri og leiðir til þess að geta mætt áskorunum og vinna bug á mótlæti.