Megintilgangur Mín Leið Upp er að skapa og byggja upp Samfélagslegan vettvang þar sem ólíkir aðilar með ólíkan bakgrunn geta fundið sameiginlegan tilgang. Þar geta einstaklingar deilt reynslu sinni fyrir aðra til að spegla sig í, fengið ráðgjöf, sótt námskeið og fræðslu, fengið verkfæri sér að kostnaðarlausu til að efla sjálfsmynd sína og skipulag eða hlustað á fyrirlestra.

Samfélagsvettvangur Mín Leið Upp er fyrir alla einstaklinga 16 ára og eldri óháð samfélagslegri eða félagslegri stöðu.

SAMAN ERUM VIÐ STERKARI

MÍN LEIÐ UPP

FANNEY MARÍN

STOFNANDI OG EIGANDI

Menntun Fanneyjar:

 • BA í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands
 • Fjármálaráðgjafi og námskeiðshaldari hjá LTV (Leiðin til velgengni)
 • Er á lokaönn í BA námi í Criminal Justice, AIU í USA.
 • Háskólabrú Keilis
 • Snyrtifræðingur frá Inter Clinitique í Kaupmannahöfn og kennari við sama skóla.

AGNES BARKAR

EIGANDI

Menntun Agnesar:

 • ACC vottaður Markþjálfi
 • Verkefnastjórnun
 • Mannauðsstjórnun
 • MS Forysta og stjórnun
 • BSc Innovation & Business verkfræði
 • Ferðamálaskóli Íslands Leiðsögumaður
 • Dale Carnegie – Stjórnendaþjálfun

Hver er bakgrunnur Mín Leið Upp?


Stofnandi og eigandi Mín Leið Upp er Fanney Marín Magnúsdóttir.


Fanney Marín hefur víðtæka reynslu úr lífi og starfi en hún lenti sjálf í kulnun sem og á hún langa áfallasögu. Fanney hefur í langan tíma stundað mikla sjálfsvinnu og í gegnum hana lært að tileinka sér fjölbreytt verkfæri og leiðir til þess að geta mætt áskorunum og vinna bug á mótlæti.


Hinn eigandi Mín Leið Upp er Agnes Barkardóttir.

En Agnes hefur einnig víðtæka reynslu úr lífi og starfi. Hún hefur tvisvar lent í alvarlegri kulnun og á sér langa sögu af áföllum og erfiðleikum.


Agnes hefur líkt og Fanney stundað mikla sjálfsvinnu og var það einn þáttur þess að leiðir þeirra lágu saman í lok árs 2020. Aðferðir sjálfsvinnunnar hafa hjálpað þeim báðum á þann stað sem þær eru komnar í dag og nú er kominn tími til þess að gefa af sér aftur til samfélagsins.

Saman erum við sterkari.

Án þess að þekkja til hvor annarrar í lok árs 2020 höfðu þær sömu markmið, að vilja gefa af sér til baka til samfélagsins og deila reynslu sinni, þekkingu og aðferðum uppbyggingar eftir kulnun og áföll auk þess að hvetja samfélagið til virkni og efla einstaklinga til þátttöku í viðburðum, námskeiðum, fyrirlestrum og tómstundum.


Mín Leið Upp er vettvangurinn sem leiddi til trausts vinskapar og daglegra samskipta á milli þeirra. Hér leiða þær saman styrkleika hvor annarrar og skapa á þeim grunni vettvang Mín Leið Upp. En það má segja að Agnes og Fanney séu “tannhjólin sem snúast samtaka” að sama markmiði.


Á þessum vettvangi leggjum við saman af stað í átt að virkara samfélagi, verkfærum sem stuðla að bættri líðan, ráðgjafateymi sérfræðinga og væntanlegri tómstundakistu sem mun auðvelda notendum að finna afþreyingu við hæfi sem fyllir upp í það tómarúm sem einmanaleikinn getur olli. Tómstundir sem vekja áhuga þeirra hvort sem um ræðir hreyfitómstundir eða föndurklúbba en allar tómstundir eru jafn mik